top of page
Search

Húsnæðislán

  • Ástrós
  • Mar 6, 2016
  • 3 min read

Þegar þú ætlar að taka lán þá ferðu til lánastofnunar (banka). Flestar þessarra lánastofnana fara fram á að greiðslumati sé skilað með lánsumsókn.Greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu og lánsþörf lántaka eða hversu dýrt húsnæði hann getur keypt miðað við eignir, tekjur og gjöld.

Öll lán til húsnæðiskaupa eru veðlán. Það þýðir að lánið sé tryggt með veði í eigninni sem á að kaupa ,eða í öðrum fasteignum.

Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi lána, það eru verðtryggð, óverðtryggð og blönduð lán. Greiðslubyrgði verðtryggðra og óverðtryggða lána er ólík, yfirleitt er hún ódýrari á verðtryggðum lánum á fyrri hluta lánstímans, öfugt við óverðtryggð lán.

Yfirleitt lána bankarnir fyrir allt að 70-80% af markaðsvirði eignarinnar. Ákveðnir bankar fella niður lántökugjald fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, en lántökugjaldið er yfirleitt um 1% af láninu.

Lámarks lánsfjárhæð er 1 milljón og hámarks er 60 milljónir.

Yfirleitt eru bankarnir með mismunandi týpur af lánunum, þ.a. þeir eru kannski með tvær týpur af óverðtryggðum lánum og þrjár af verðtryggðum, það fer allt eftir því hvar þú færð þína þjónustu. Uppgreiðslugjald er á lánum sem eru með föstum vöxtum að hluta eða allan tímann. Þetta gjald er um 1-2%.

Hámarks lánshlutfall getur ekki orðið hærra en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðahúsnæðis.

Verðtryggt lán:

Verðtryggð lán fylgja verðbólgu og eru oftast frá 5 upp í allt að 40 ár.Þessi lán geta verið með föstum vöxtum út lánstímann, föstum vöxtum fyrstu fimm árin eða breytilegum vöxtum.

Vef verðtryggt lán er með jöfnum afborgunum eru greiddir raunvextir og afborganir af höfuðstól. Munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum er sá að höfuðstóll verðtryggða lánsins hækkar í takt við verðbólguna. Þess vegna er afborgunin ekki alltaf sú sama. Þetta verður til þess að greiðslubyrgðin er lægri í upphafi afborgana.

Óverðtryggt lán:

Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu. Þessi íbúðalán eru eru til frá 5 árum upp í allt að 40 ár eins og verðtryggðu lánin. Það er hægt að velja breytilega vextu út lánstímann eða fastavexti, en þeir eru mismunandi eftir bönkum.

Hægt er að velja hvort þú borgir með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum.

Með jöfnum afborgunum er sama uððhæð greidd af höfuðstól lánsins í hverjum mánuði. Vextir eru greiddir af eftirstöðvum, þess vegna eru vaxtagreiðslur háar í upphafi þegar höfuðstóllinn er hár, og þ.a.l. er heildargreisðla á mánuði nokkuð há í byrjun en lækkar svo með höfuðstólnum. Með jafnaðargreðslum er heildargreiðsla á mánuði alltaf sú sama. Í upphafi fer stærstur hluti í að greiða vexti og það snýst við þegar líður á lánstímann og meira er greitt af höfuðstólnum.

Blandað lán:

Blönduð íbúðarlán eru til allt að 40 ára. Verðtryggðir vextir geta verið breytilegir, fastir fyrstu fimm árin eða fastir út lánstímann.

Óverðtryggður hluti svona lláns getur verið með breytilegum eða föstum vöxtum. Verðtryggðir vextir geta verið fastir út lánstímann, fastir í einhver ákveðinn fjölda ára eða breytilegir. Breytilegir vextir verðtryggðra lána íbúðalána eru samkvæmt vaxtatöflu hverju sinni. Breytilegir vextir miðast við stýrivexti seðlabankans að viðbættu álagi bankans. Fastir vextir eru í ákveðinn fjölda ára, að þeim tíma liðnum á að greiða breytilega vexti verðtryggðra eða óverðtryggðra lána samkvæmt vaxtatöflu.

Í rannsókn frá 2013 voru birt áhrif verðtryggðra lána á hagkerfið á Íslandi, þar kom fram að uppsetning lánanna eins og þau eru framkvæmd hér á landi leiði til aukinnar verðbólgu. Rannsóknin bendir til að peningamagn í umferðhafi aukist árlega um 4-12% síðustu 20 árin vegna verðtryggingar á lánum. Einnig kemur fram að það sé mjög óljóst fyrir neytandann hvernig verðtryggingin er reiknuð út og að það sé mjög erfitt fyrir lántakanda að gera sér grein fyrir þróun á greiðslum í framtíðinni. Niðurgreiðsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána hefst að jafnaði ekki fyrr en 15-20 árum eftir að byrjað að greiða af láninu, það leiðir til verulegrar skuldsetningar lántakanda.


 
 
 

Recent Posts

See All
Verðtrygging

Verðtrygging er aðferð til að tryggja að fjármagnsskuldbingingar ,t.d. lán, og sparifé haldi verðgildi sínu þrátt fyrir að gjaldmiðillinn...

 
 
 
Verðbólga

Verðbólga er hækkun á almennu verðlagi yfir eitt ár. Hún er mæld með vísitölu neysluvöruverðlags, sem er vísitala sem sýnir breytingar á...

 
 
 

Comentários


Nýjustu færslur
Hafðu samband!
  • Google+ Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • LinkedIn Social Icon
  • Twitter Social Icon
bottom of page