Gagnrýni á leiðréttinguna
- Jón
- Feb 3, 2016
- 2 min read
- Fékk bætt húsnæðislán þegar hún þurfti ekki á láninu að halda
„Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari - en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa… “
‘‘... í dag er fátækasti hópurinn á Íslandi barnafjölskyldur á leigumarkaði,“ - Björk Vilhelmsdóttir
‘’Ég hvet t.d. Björgu Vilhelmsdóttur að staðfesta ekki skuldaniðurfellingu upp á 2 milljónir sér til handa í desember - svo virðist vera að hún hafi sótt "óvart" um - því umsóknin var valfrjáls.’’ - Vígdís Hauksdóttir
„Ég á erfitt með að skilja fólk sem kvartar yfir því að hafa fengið leiðréttingu. Allir sem fá leiðréttingu sóttu sjálfir um. Hví að sækja um eitthvað sem maður vill ekki?“ - Jóhannes Þór Skúlason
Ekki gagnrýni, en áhugavert samanburður þar sem bæði Ísland og Danmörk eru partur af norðurlöndum
Vextir á breytilegum húsnæðislánum í Danmörku, svokölluðum flexlánum, eru nú orðnir það lágir að það er orðið ókeypis fyrir íbúðaeigendur að taka slík lán.
Vextir á þessum lánum hjá Nordea bankanum eru komnir niður í 0,87% og hafa aldrei verið lægri í sögunni.
Samanburður á Íslandi og Svíþjóð
Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum.
Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar.
Recent Posts
See AllÞegar þú ætlar að taka lán þá ferðu til lánastofnunar (banka). Flestar þessarra lánastofnana fara fram á að greiðslumati sé skilað með...
Verðtrygging er aðferð til að tryggja að fjármagnsskuldbingingar ,t.d. lán, og sparifé haldi verðgildi sínu þrátt fyrir að gjaldmiðillinn...
Comentarios