top of page
Search

Framkvæmd leiðréttingarinnar

  • Arnar
  • Mar 7, 2016
  • 2 min read

Þann 16. maí 2014 voru lög um leiðréttingu húsnæðismála samþykkt af Alþingi. Tillagan hafði komið frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem efndi í senn loforð sitt með þessari framkvæmd. Markmið leiðréttingarinnar var að minnka umfang þeirra lána sem fólk hafði tekið fyrir efnahagsrunið 2008 þar sem meðfylgjandi verðbólga hækkaði lán fólks gríðarlega en hún hafði mælst 12% það árið. Einnig varð mikill samdráttur í landsframleiðslu og gengi íslensku krónunnar hrundi, eins og margir vita. Meginætlun leiðréttingarinnar var þá sú að leiðrétta fyrrnefnda verðbólgu (á árunum 2008-2009) umfram 4% til fulls. Samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytisins var leiðréttingin mikilvægust fyrir fólk undir meðaltekjum sem var yngra en fertugt við hrun, sem átti lítinn hlut í sínu eigin húsnæði og átti yfir höfði sér 15-30 milljóna króna skuld. Auk þess segir að heildarumfang aðgerðanna hafi verið metið á um 150 milljarða króna, að þær gætu náð til allt að 100 þúsund heimila og að þær gætu lækkað dæmigert húsnæðislán um u.þ.b. 20%. Upphaflega var áætlað að ljúka við aðgerðirnar árið 2017 en flýtt var fyrir þeim og þeim lokið snemma á þessu ári. Þá var gengið frá lokagreiðslu ríkisins. Meðaltal fjármagns sem hver umsækjandi fékk var 1.350.000 krónur og u.þ.b. 35 þúsund hjón (70 þúsund einstaklingar) fengu leiðréttingu og auk þess 21 þúsund aðrir einstaklingar. Fólk gat sótt um leiðréttingu frá og með 18. maí 2014.

Leiðréttingin var svokölluð höfuðstólsleiðrétting, en höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu sem vextir eru reiknaðir af ef einhverjir eru. Það þýðir að greitt var af höfuðstól þeirra sem tóku lán og þeir vextir sem það fólk hefði þurft að borga af láninu lækkuðu í takt við lækkun höfuðstólsins.

Ríkisstjórnin taldi sig hafa mörg rök fyrir leiðréttingunni. Sem dæmi má nefna fjölda Íslendinga sem voru í vanskilum (um 30% heimila), þau áhrif sem lánin höfðu á hagvöxt og fjárfestingu og aldur lánaþega, en yngri kynslóðirnar voru og hafa verið verst staddar fjárhagslega.

Þrátt fyrir það var framkvæmdin gagnrýnd af mörgum, sérstaklega aldur leiðréttingarþega en margir tölu hann ekki vera nógu lágan. Eins og fram kom að ofan var framkvæmdinni ætlað að aðstoða þá sem voru mjög skuldugir á tímum efnahagskreppunar en nokkuð mörg ár hafa liðið síðan og þeir sem voru ungir þá eru eldri núna. Auk þess töldu margir að önnur mál ríkisstjórnarinnar hefðu átt að sitja í forgangi.


 
 
 

Recent Posts

See All
Húsnæðislán

Þegar þú ætlar að taka lán þá ferðu til lánastofnunar (banka). Flestar þessarra lánastofnana fara fram á að greiðslumati sé skilað með...

 
 
 
Verðtrygging

Verðtrygging er aðferð til að tryggja að fjármagnsskuldbingingar ,t.d. lán, og sparifé haldi verðgildi sínu þrátt fyrir að gjaldmiðillinn...

 
 
 
Verðbólga

Verðbólga er hækkun á almennu verðlagi yfir eitt ár. Hún er mæld með vísitölu neysluvöruverðlags, sem er vísitala sem sýnir breytingar á...

 
 
 

Comentarios


Nýjustu færslur
Hafðu samband!
  • Google+ Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • LinkedIn Social Icon
  • Twitter Social Icon
bottom of page