top of page
Search

Greiðslujöfnunarvísitala

  • Jón
  • Feb 8, 2016
  • 1 min read

Afborganir lána verða tengdar við greiðslujöfnunarvísitölu en höfuðstóll þeirra verður áfram tengdur verðbólgu eða gengi erlendra gjaldmiðla. Mismunur afborgana (miðað við greiðslujöfnunarvísitöluna) og þess sem lántaki hefði átt að greiða miðað við verðtryggingu eða gengistryggingu, er sett á svokallaðan jöfnunarreikning sem ber vexti og verðbætur á sama hátt og höfuðstóllinn.

Greiðslujöfnunarvísitalan er reiknuð á þann hátt að Launavísitala Hagstofu Íslands er margfölduð með atvinnustigi (100 - atvinnuleysi). Afborganir lána eru þannig tengdar við þróun launa og atvinnustigs þannig að ef atvinnustig verður áfram lágt og meðallaun hækka ekki helst greiðslubyrðin í samræmi við það, en þegar greiðslugetan eykst með hækkandi launum og auknu vinnuframboði hækkar greiðslubyrðin. Undanfarin 20 ár hefur launavísitalan hækkað um 230% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 170%. Laun hafa því að jafnaði hækkað rúmlega þriðjungi meira en verðbólga á ári.

Hve stór er leiðréttingin hlutfallslega?

Leiðréttingin samsvarar rúmlega 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010, að því gefnu að þau hafi ekki áður fengið niðurfellingar vegna sértækra aðgerða.


 
 
 

Recent Posts

See All
Húsnæðislán

Þegar þú ætlar að taka lán þá ferðu til lánastofnunar (banka). Flestar þessarra lánastofnana fara fram á að greiðslumati sé skilað með...

 
 
 
Verðtrygging

Verðtrygging er aðferð til að tryggja að fjármagnsskuldbingingar ,t.d. lán, og sparifé haldi verðgildi sínu þrátt fyrir að gjaldmiðillinn...

 
 
 

Comments


Nýjustu færslur
Hafðu samband!
  • Google+ Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • LinkedIn Social Icon
  • Twitter Social Icon
bottom of page