top of page
Search

Verðbólga

  • Ástrós
  • Feb 18, 2016
  • 1 min read

Verðbólga er hækkun á almennu verðlagi yfir eitt ár. Hún er mæld með vísitölu neysluvöruverðlags, sem er vísitala sem sýnir breytingar á verðlagi allra vara og þjónustu sem íslenskar fjölskyldur eyða tekjum sínum í. Til að reikna út verðbólguna eru breytingar á verði hverrar vöru/þjónustu margfaldaðar með vægi sem viðkomandi vara/þjónusta hefur í meðaltalseyðslu fjölskyldna á landinu. Tvær kenningar eru um orsök verðbólgu, önnur þeirra telur að verðbólgan sé vegna aukinnar eftispurnar í hagkerfinu, sem sagt aukin eyðsla kaupanda orsakar aukna eftirspurn og veldur hærra verðlagi. Til að draga úr eftirspurnarverðbólgu er t.d. hægt að hækka skatta, hækka vexti eða draga úr útgjöldum ríkisins. Hin kenningin heldur því fram að það sé hækkun á einhverjum kostnaðarlið fyrirtækjanna sem valda verðbólgunni, þar má t.d. nefna laun, hráefni í vörur, leigu, afskriftir, vexti og skatta. Hækkun á þessum kostnaðarliðum getur aukið framleiðslukostnað til muna. Launaverðbólga stafar af launahækkunum sem fyrirtæki geta ekki tekið á sig án þess að hækka vöruverð, þegar fyrirtæki veltir launahækkunum út í verðlagið verður afleiðingin kostnaðarverðbólga. Ef það ætti að draga úr kostnaðarverðbólgu þyrfti að draga úr markaðsvaldi. Menn óttast áhrif verðbólgu á tekju- og eignaskiptingu, viðskiptajöfnuð og hagvöxt.


 
 
 

Recent Posts

See All
Húsnæðislán

Þegar þú ætlar að taka lán þá ferðu til lánastofnunar (banka). Flestar þessarra lánastofnana fara fram á að greiðslumati sé skilað með...

 
 
 
Verðtrygging

Verðtrygging er aðferð til að tryggja að fjármagnsskuldbingingar ,t.d. lán, og sparifé haldi verðgildi sínu þrátt fyrir að gjaldmiðillinn...

 
 
 

Comments


Nýjustu færslur
Hafðu samband!
  • Google+ Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • LinkedIn Social Icon
  • Twitter Social Icon
bottom of page