top of page

Gleðjumst yfir leiðréttingu húsnæðislána

8.1.2016 | Hreggviður Bárðarson
 

Til hamingju Ísland. Leiðrétting húsnæðislána er einhver sú gróskumesta framkvæmd sem orðið hefur hér á landi síðan Perlan var byggð að frumkvæði Davíðs Oddsonar, Guð almáttugur blessi þann mann. Þetta er ekki einungis sagt af einskærri ást gagnvart þeim flokkum sem leiða nú ríkisstjórn vora heldur er þetta sagt með fullri vissu um að efnahagur Íslands muni stórbatna vegna þessarar mikilvægu breytingar.

Fyrst og fremst kom kreppan niður á ungu fólki og þetta sama fólk mun núna fá stóran hlut skulda sinna greiddan. Þessi framkvæmd mun ekki aðeins auka neyslu Íslendinga og skapa gróða í samfélaginu heldur mun fólk geta lifað lífi sínu við betri aðstæður og lægri lán.


 

bottom of page